Friday, January 27, 2012

Strákarnir að nálgast Akureyri

Ferðalag til Akureyrar gengur hægt en örugglega samkvæmt seinustu fréttum.  Strákarnir lögðu af stað kl 8:30 í morgun og gekk ferð vel framan af,   stoppað var á Blönduósi og snætt fyrr í dag og var ferð síðan haldið áfram norður.

Nú rétt fyrir 16:00 voru þeir á Öxnadalsheiði og gekk umferð rólega vegna skafrennings.  Allir eru þó í góðum gír og eru brandarar búnir að fjúka hægri vinstir og mikil stemning í liðinu.  Gylfi fararstjóri áætlar að ca. 1- 1 1/2 tími séu eftir þar til þeir renna inn á Akureyri og er öryggið í fyrirrúmi.

Óli þjálfari komst ekki með , þannig að hann fékk Bjarni Fritz til að hlaupa í skarðið fyrir sig í þessum leikjum fyrir norðan. Bjarni tekur á móti strákunum á Akureyri og stýrir þeim í leiknum á móti Þór í kvöld og síðan aftur á morgun á móti KA.

Bjarni þekkir strákana vel, enda hafa þeir allir verið í handboltaskólanum hjá honum seinustu 3 sumur, ásamt því að hann hefur fylgst með þeim í vetur í nokkrum leikjum,  mikil eftirvænting er því í hópnum að hitta hann aftur.


No comments:

Post a Comment