Saturday, September 15, 2012

4fl.ka. Akureyri Update

Ferðalag norður gekk vel hjá strákunum í gær. Þeir lögðu af stað kl 15:00 frá ÍR-heimili og voru komnir til Akureyrar kl 20:00. 

Búið var að panta fyrir liðið borð á Greifanum og þar beið þeirra pizzuveislu-hlaðborð þar sem vel var tekið á því. Strákarnir gistu síðan í KA-heimilinu í nótt og fengu þeir að sofa út í morgun .  Eftir morgunmat var tekið bæjarrölt og kýkt á kaffihús.

Fyrri leikur þeirra var á móti HK kl. 13:00 í dag, og skiptust liðin á um að vera með forystu, en HK strákarnir skriðu þó framúr í lokin og endaði leikurinn 30-25. Skipti þar mestu um hraðaupphlaup sem HK-náði að nýta vel.

Strákarnir spila síðan á móti KA k.l 16:00 í dag. Því má búast við að þeir leggi af stað kl 17:30 í bæinn aftur. Áætlað er að þeir stoppi í Staðarskála á leiðinni heim og fái hamborgaraveislu þar. Við búumst við þeim í bæinn um 23:00 í kvöld.

Þeir munu láta vita þegar þeir nálgast Reykjavík og þá þarf að sækja þá í ÍR-heimilið í kvöld.
Þessi Akureyrarferð er gott hópefli í byrjun tímabils og þéttir þennan frábæra hóp enn frekar saman. Þetta eru flottir strákar og virkilega skemmtilegur hópur sem er þarna á ferð.

Setjum myndir frá fararstjórum inná Facebook ÍR Handbolta fljótlega
http://facebook.com/Handbolti

No comments:

Post a Comment