Saturday, September 1, 2012

Handboltamót vítt og breitt í Evrópu sumar 2013 - v. æfingaferð 4.fl. yngra ár (98.árg.)

Sjá að neðan hvaða mót eru í boði, áætlaða tímasetningu og vefsvæði þeirra, þar sem þið getið skoðað myndir að séð nánari upplýsingar um hvert mót. 

Við hvetjum ykkur til að skoða þetta fyrir fyrirhugaðan foreldrafund á þriðjud þar sem við stefnum vonandi á að fara út með 98.árg. ÍR Handbolta næsta sumar ! 


Við erum að horfa á öll þessi mót hér að neðan, en okkur finnst Þýskaland og Spánn vera áhugaverðast að þessu sinni.

Veltum þessu upp á fundinum og framtíðarsýn okkar varðandi þetta, þ.e. æfingamót úti hjá 4fl. (yngra) 2013 og síðan þegar þeir verða komnir í 3.fl. (yngra/eldra)  þ.e. 2015/2016.   Með þessu ná þeir 2. mótum erlendis áður en þeir verða komnir í 2.fl. / meistaraflokk.
Ef þetta er sett inn sem markmið strax hjá okkur, þá komumst við einnig yfir þann hjalla sem mörg  lið eru að glíma við þ.e. "Líf eftir Partille",   því við vitum að margir krakkar virðast stefna þangað, og síðan hætta þau, því það er "ekkert" spennandi framundan. 

Ef stefnan og markmið eru skýr er "margt spennandi" framundan og það ætti að verða auðvelt að stýra fjáröflun og öðru þessu tengt miðað við þá framtíðarsýn, og því ætti þetta ekki að vera þungur baggi að kljúfa fyrir neinn.

Mótin eru
Internationale Lubecker Handballtage - Þýskaland ( kringum 20 - 25 jún. rétt hjá Hamborg )
mtvturnier.de

Granollers Handball Cup - Spánn kringum 25-30jún. rétt hjá Barcelona)
www.bmgranollers.cat

Interamnia World Cup - Ítalía (kringum 5-10 júlí)
www.interamniaworldcup.com

Partille Cup Gautaborg - Svíþjóð ( kringum 4-9 júlí)
http://partillecup.com/eng/ 

Dronninglund Cup - Danmörk (kringum 10-15 júlí)
www.dronninglundcup.com

Handboltamót vítt og breitt í Evrópu sumar 2013
ÍR Handbolti - Svíþjóð - Danmörk - Þýskaland - Ítalía - Spánn



Öll mót sem við getum farið á hjá  EHF eru síðan hér að neðan
http://www.eurohandball.com/tournaments#

No comments:

Post a Comment