Tuesday, September 18, 2012

Uppgjör Akureyrarferðar

Sæl öll
Eftir uppgjör Akureyrarferðar kemur í ljós að ca. 35þús er í afgang.
Munar þar mestu um hagstæðara verð á rútu sem við fengum og einnig reyndist eldsneytiskostnaður minni enn við áætluðum.
Þetta eru því ca. 2.900 kr. á strák í inneign.  

Á foreldrafundi núna í haust kom upp sú tillaga að vera með ávexti í hálfleik á heimaleikjum strákanna í Austurbergi. Eigum við að láta þessa umfram upphæð dekka það og jafnvel bjóða þeim í bíó/pizzaveislu um jólin?   Láta þetta ganga upp í næstu ferð hjá þeim þar sem allar líkur eru á að við þurfum að fara norður aftur m.v þau lið sem lenda í deild okkar,  eða eigum við að endurgreiða þetta núna inn á hvern og einn??

Komment óskast.
Kveðja, Steini.

1 comment:

  1. Líst vel á tillöguna frá þér að hafa ávexti í hálfleik!
    kveðja
    Halla (mamma Viktors Bjarka)

    ReplyDelete