Friday, December 28, 2012

Æfinga- og lyftingakerfi Binna

Útskýring á æfingakerfinu 
Klikkið á mynd til að stækka
Æfingakerfið er byggt uppá þrísettum. Bókstafurinn við æfingarnar gefur til kynna hvaða æfingar eru gerðar saman. Þannig er fyrsti dagurinn unninn þannig að æfingar A1, A2 og A3 eru gerðar saman. Þú byrjar á að gera 10 endurtekningar af A1, hvílir í 30 sek, ferð í A2, hvílir í 30 sek og gerir svo A3 og þá hvílirðu í 90 sek. Síðan gerirðu þessar þrjár æfingar í röð þrisvar sinnum eins og settin gefa til kynna. Að því loknu ferðu í B æfingarnar og að lokum C. Við hverja æfingu er gefið upp tempó. Tempó er þriggja stafa tala en hver tala stendur fyrir sekúndur. Fyrsta talan á við um vöðvalengingu (eccentric), miðju tala um stöðusamdrátt (isometric) og síðasta talan um vöðvasamdrátt (cencentric). Þannig gerirðu t.d. bekkpressu á tempó 301 þannig að þú pressar niður á þremur sekúndum, stoppar ekkert niðri og ferð upp á 1 sek.





Kveðja Binni

No comments:

Post a Comment