Monday, March 4, 2013

Ef þú kaupir miða af ÍR í forsölu á Símabikarinn rennur aðgangseyrir að öllu leiti til okkar, en ef þú kaupir miða á leikdag rennur aðgangseyrir til HSÍ.

Það er risahelgi framundan í handboltanum þann 8. – 10. mars þegar nýir bikarmeistarar verða krýndir.   Þó að fyrirkomulagið í ár sé ekki með sama hætti og undanfarin ár er óhætt að lofa því að þessi helgi verður frábær skemmtun fyrir alla handboltaáhugamenn.  Okkar undanúrslitaleikur verður fös. 8 mars. kl. 17:15 á móti Selfoss í Laugardalshöll og vonandi tryggjum við okkur farmiðann í úrslitaleik Símabikarsins með ykkar hjálp.
Ef þú kaupir miða af ÍR í forsölu á Símabikarinn rennur aðgangseyrir að öllu leiti til okkar, en ef þú kaupir miða á leikdag rennur aðgangseyrir til HSÍ.
Stuðningsmenn ÍR kaupa því miða á þennan leik í forsölu hjá Leiksport Hólagarði eða Fiskbúð Hólmgeirs Mjódd og sjá þannig til þess að aðgangseyrir renni beint og óskipt til okkar, og styrkja þannig starf okkar hjá ÍR Handbolta.   

Ef þú kaupir miða af okkur í forsölu átt þú einnig kost á glæsilegum vinningum sem eru m.a.  Keppnistreyja ÍR sem er árituð af öllum leikmönnum meistaraflokks og keppnisbolti (Select) áritaðan af öllum leikmönnum meistaraflokks.
Kveðja
Ingimundur „Diddi“ Ingimundarson
Mynd 1 Ingimundur "Diddi" Ingimundarson

No comments:

Post a Comment