Thursday, March 7, 2013

Spennan í hámarki!

Eins og allir ÍR – ingar vita eru undanúrslitin í Símabikarnum í Laugardalshöllinni á morgun föstudaginn 8. mars og hefst leikurinn kl. 17:15.  

Við 
ÍR – ingar þurfum hins vegar að vera í startholunum MIKLU fyrr!

 

Sýnum og sönnum á morgun að ÍR er eitt lið og saman ætlum við að eiga frábæran dag.

4 flokkur ætlar að selja hina víðfrægu ÍR boli í Höllinni fyrir leikinn og sömuleiðis verður boðið upp á andlitsmálun fyrir börnin.

Það vantar stráka (og foreldra þeirra)  til að mæta í bolasöluna og sömuleiðis ef einhverjir væru til í að aðstoða við andlitsmálun þá væri það vel þegið.  Þeir sem ætla að taka þátt, þyrftu að vera mættir kl. 16 í höllina.

Það verður stuð og stemning í höllinni á morgun og munum að margar hendur vinna létt verk!

 

 

 

Þið sem hafið áhuga á að aðstoða á morgun, endilega hafið samband við Öldu mömmu hans Gunnbjörns, aldagunnarsd@gmail.com

Vonandi eru allir búnir að æfa klappið og áfram ÍR þegar þið kíkið á Youtube í kvöld er algjört möst að hlusta á  hið eina sanna ÍR LAG http://www.youtube.com/watch?v=A8BYbLeiZ2c

 

ÁFRAM ÍR!

 

No comments:

Post a Comment