Wednesday, June 19, 2013

Partille Cup - upplýsingar - Foreldrafundur staðfesting þri. 25.jún. kl. 18:00 !

Nokkur atriði varðandi Partille Cup.

1.       Vegabréf
Vinsamlegast kíkið í vegabréf strákanna til að tryggja að þau séu gild og verði það fram yfir ferð.  Ef ekki, hurry up!

2.       Evrópska sjúkratryggingakortið
Ef þið eigið þetta ekki til nú þegar bið ég ykkur um að sækja um þetta kort fyrir ykkar strák á eftirfarandi slóð https://huld.tr.is/ehic/index.jsp sem allra fyrst. Þið sláið inn ykkar kennitölu og hakið svo í „óskað er eftir korti fyrir börn 17 ára og yngri“.

3.       Foreldrafundur næstkomandi þriðjudag
Næstakomandi þriðjudag (25. jún)  verður sameiginlegur foreldrafundur þ.e. stelpur og strákar, foreldrar og iðkendur.  kl. 18:00 í ÍR heimilinu. 

4.       Búningamál.
Peysa – bolur – keppnissett ? Bara bolur, bara peysa, eitt af hvoru eða allt.  Við höfum verið að vandræðast með þetta mál í svolítinn tíma.   Hér takast á sjónarmið um kostnað annarsvegar og það að vilja láta strákana okkar líta vel út í útlandinu J.  Lendingin varð farsæl, praktíst og ekki síst til sóma fyrir okkar menn.  Á handboltavökunni mátuðu strákarnir boli og peysur svo að númerin eru á hreinu.  Strákarnir fari eins og landsliðsgæjar út með aðal og varabúning í töskunni.    Varabúningurinn verður blá peysa og svartar stuttbuxur. Bolir verða merktir með númerunum þeirra svo að þar með eiga þeir orðið alvöru varabúning fyrir næsta vetur.  (Engin gul vesti lengur).  Þar að auki fá þeim bol og peysu með nafni, ÍR merkinu og íslenska fánanum.   Þetta fá þeir allt saman í tösku þegar nær dregur.

5.       Greiðsla fyrir ferð.
       Kostnaðaráætlun sem við gerðum í maí og kom fram í kynningunni „ÍR Partille Cup 2013“ og var send til ykkar hljómaði upp á heildarkostnað upp á 149,500,- pr. strák.  Hún var bjartsýnis spá sem gerði ráð fyrir töluverðum styrkjum og með því að lágmarka allan annan kostnað.  Bjartsýnin hjá okkur borgaði sig og kostnaðaráætlunin stendur svo gott sem óbreytt og þegar allt er komið þá verður heildarkostnaður við ferðina hjá strákunum því samtals 152,900- ,  

6.        Fjáröflun
       Mjög góð mæting hefur verið í seinustu fjáraflanir og er þetta flott hópefli fyrir krakkana að mæta í þær.  Skráning fer fram eins og áður í gegnum Google Docs skjal okkar og við gerum okkar ýtrasta til að greiða út allt sem þeir eiga inni áður en farið verður út til Svíþjóðar. 


7.        Upphitun fyrir Partille Cup hjá FH.
        Mjög gaman að fylgjast með strákunum á handbolta-gervigrasmóti hjá FH í Risanum Kapplakrika lau. 15.jún. og var þetta flott upphitun fyrir Partille Cup.

Myndir má sjá á Facebook ÍR Handbolta með því að smella á hlekk hér að neðan..
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.630097267001672.1073741851.241454399199296&type=37

Strákarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku - Flottur hópur hér á ferð.

Jóhann Karl að brjótast í gegn.
Mark í uppsiglingu hjá Óla

No comments:

Post a Comment