Sunday, October 2, 2011

Foreldrafundur 28. september. Samantekt

Á foreldrafundinn sem var haldinn 28.9.2011 voru mættir 8 foreldrar, Andreas þjálfari og frá barna- og unglingaráði (BOGUR) voru mættir Elías, Þorgeir og Heimir.
Starfsemi 
BOGUR var kynnt og tengiliður þess við flokkinn sem er Elías Jóhannesson GSM: 8941668. Bloggsíða, myndasíða og fl. sem tilheyrir flokknum og NORI skráningarkerfið var einnig kynnt.
Rætt var um leiki og ferðir tengdar þeim. Einnig var rætt um ferðina næsta sumar á Partille Cup og mál tengt því eins og fjáröflun og fl., foreldrar þurfa að hittast og ræða þau mál sem fyrst.
Engin gaf kost á sér í foreldraráð þannig að það á eftir að skipa/velja í það og þá vantar flokknum líka einhvern(ja) sem er tilbúin(n) að aðstoða við bloggið og myndasíðu. 

Foreldrar! Það vantar einhverja til að taka að sér að vera í foreldraráði eða það mætti kalla það Partille nefnd í þessu tilfelli. Nú er komið að því að drengirnir fæddir 1996 og 1997 fái uppskera aðeins og hafa gaman, með því að fara á Partille Cup í Gautaborg í Svíþjóð. Ég skal aðstoða eins ég framast get, bara hafa samband. Þetta er mikilvægt ár í handboltanum hjá strákunum í 4. flokk.

Kveðja Heimir gylfason@gmail.com (GSM: 6635542).

No comments:

Post a Comment