Saturday, March 3, 2012

Strákarnir í 4. flokk B-liði sigruðu Víkinga!

Strákarnir í 4. flokk B-liði sigruðu Víkinga í alveg hreint ótrúlegum leik.
Leikurinn endaði 22:20 fyrir ÍR en í byrjun leiks leit þetta ekki vel út fyrir okkar menn þar sem víkingar voru 9:1 yfir. En það sýnir sig enn og aftur að það á ekki að gefast upp, allt er hægt með vilja og þrautseyju. Það vantaði þó nokkra leikmenn vegna meiðsla og fl. strákarnir voru 8 talsins sem lönduðu ÍR sigri í þetta skiptið.
Hægt er að skoða myndir úr leiknum inn á myndasíðu flokksins.

No comments:

Post a Comment