Wednesday, September 5, 2012

Samantekt - Foreldrafundur 4.fl. karla - Austurbergi 4.sept

Á fundinn voru mættir ca 15 foreldrar, Elli þjálfari og frá barna og unglingaráði (BOGUR) var Aðalsteinn sem er einnig tengiliður BOGUR við flokkinn.

Helstu mál sem farið var í gegnum á fundinum voru.

Vefsvæði ÍR Handbolta
  • Bloggsíða 4.flokks, Facebook ÍR handbolta, skráning sjálfboðaliða á vefsíðum, kynnig á myndasíðum flokka og leikmannasögu sem er að skapast þar.  Af hverju það skiptir máli  fara á síður og "líka" við efni og myndir á Facebook ÍR Handbolta.  
  • Farið yfir hvernig foreldrar geta komið myndum á vefstjóra ÍR með http://wetransfer.com og einnig með því að nota Facebook TAG á Ir.handboltinn.
  • Skýrt út hvernig foreldrar skrá sig sem áskrifendur að síðunni hjá 4.fl. og einnig aðalbloggsíðu ÍR Handbolta til að fá póst um leið og eitthvað nýtt kemur inn á síðurnar frá þjálfara, forledraráði og BOGUR.
  • Farið yfir hvernig foreldrar sem voru að koma upp úr 5.fl. geta hætt í áskrift að þeirri bloggsíðu.

Kynning á 4.fl. 2012-2013
  • Það eru um 15 strákar sem eru að æfa handboltann í vetur hjá 4.fl og verður litið á þetta sem einn hóp.
  • Elli mjög ánægður með hvað hópur er þéttur og góður mórall er hjá strákunum á æfingum og einnig í æfingaleik sem þeir spiluðu.
  • Markmið er að þjappa hóp vel saman og bæta við iðkendum í 97.árg og 98.árg.
  • Þegar að það eru æfingar og strákarnir komast ekki þá þarf að senda Ella SMS um það.
  • Markmið Ella er nr. 1,2 og 3 að allir bæti sig.
    Nr. 4 keppnismarkmið. Það er alltaf pressa á þjálfara að lið standi sig. En hann er samt ekki tilbúinn að fórna kennslunni fyrir sigra.
  • Keppnisskapið er samt alltaf til staðar. Þar sem verkefni hverrar æfingar og hvers móts er að ögra sjálfum sér og læra af því.  En samt umfram allt að allir geri sitt besta.
  • Strákarnir í 4.fl. eiga eftir að róterast á milli 4.- og 3.fl. í vetur á æfingum því þannig gefst strákunum tækifæri á takast á við verkefni sem þeir koma til með að læra heilmikið af.    Sama á einnig við um 5fl. eldra árs þar sem strákarnir þar munu koma á æfingar hja´4.fl. í vetur.
  • Markmannsþjálfun verður hluti af dagskrá og mun markmannsþjálfari mfl. koma þar að, bæði  inn á æfingum hjá 4.fl. og á sér æfingum.
  • Verið er að útbúa styrktarprógram fyrir hópinn og mun þar einnig vera farið yfir matarræði o.fl. 
  • Farið var yfir umgjörð starfs og heimaleikja hjá strákunum þar sem foreldrar munu t.d. sjá um að vera með ávexti í hálfleik í klefa
  • Einnig er stefnt á að vera með sameiginlega morgunverð annað slagið á leikdag í Austurbergi á laugardögum í vetur. 
  • Stefnt á að gera eitthvað annað fyrir utan æfingar,  t.d. bíó, pizzu hitting o.s.frv.

Fyrirhugaðar keppnir og mót
  • Í 4.fl breytist fyrirkomulag á leikjum þannig að ekki er keppt lengur á helgarmótum. Yfirleitt er keppt 1 sinni í viku heima og heiman. 
  • Íslandsmót , Bikarkeppni og Reykjavíkurmót eru hjá þessum aldursflokk.
  • Strákarnir á yngra ári í 4fl. keppa með eldrári í vetur og einnig munu strákar úr 5.fl. eldra koma inn í lið hjá yngra ári ef. leikir skarast á hjá 4.fl. eldra og yngra.
  • Yngra árið mun keppa í fyrstu deild í vetur þar sem styrkleikaröðun heldur sér frá 5.fl.og því er vitað að strákarnir þar þurfa amk. að fara og keppa leik í Eyjum.
  • Eldra árið þarf að fara í undankeppni til Akureyrar 14.-15 sep. til að það ráðist í hvaða deild það spilar í Íslandsmótinu.
  • Litið er svo á að allir fari með  (eldra/yngra) í þessa ferð , þar sem þetta er flott til að þjappa hóp saman fyrir komandi tímabil. 
  • Gylfi / Elli og Aðalsteinn munu fara með hóp fös. 14.sep kl 15:00 og koma til baka á laugardagskvöld.
  • Sendur verður póstur fljótlega, með kostnaðaráætlun og nánari upplýsingum.

Kynning á keppnisferð næsta sumar
  • Farið var yfir fyrirhugaða keppnisferð erlendis hjá 4.fl. yngar árs (98. árg) , kynntir staðir sem eru í boði.
  • Vilji til að skoða mál nánar hjá foreldrum, sjá hvað verður ákveðið hjá 4.fl. kv. og samræma þá aðgerðir.
  • Fólk var samt sammála um að keyra þyrfti málið hratt áfram,  til að foreldraráð geti farið að skipuleggja fjáröflun hvort sem farið verður næsta eða þarnæsta sumar.
  • Ef stefnan og markmið eru skýr ætti að verða auðvelt að stýra fjáröflun og öðru þessu tengt  og því ætti þetta ekki að vera þungur baggi að kljúfa fyrir neinn.


Valið foreldraráð 2012-2013.
Gylfi Guðmunds (Bjarki)
Alda Gunnars (Gunnbjörn)


Þjálfari 4. flokks tímabilið 2012/2013.  











Erlendur Ísfeld | sími 6178324 | Póstur

Leikmenn 4. flokks tímabilið 2012/2013.

  1. Arnar Freyr Guðmundsson 98
  2. Bjarki Gylfason 98
  3. Daníel Már Guðmundsson 98
  4. Finnur Leó Hauksson 98
  5. Gunnbjörn Páll Karlsson 98
  6. Jakob Ingi Stefánsson 97
  7. Jóhann Karl Aðalsteinsson 98
  8. Kristófer Daði Ágústsson 98
  9. Leifur Andri Óskarsson '97
  10. Ólafur Haukur Matthíasson 98
  11. Sigurður Vilhelm Kristjánsson 97
  12. Tindur Magnússon 98
  13. Viktor Bjarki Ómarsson 98
  14. Ýmir Ólafsson 98
  15. Þorgils Björn Björgvinsson '97
Foreldraráð 4. flokks tímabilið 2012/2013.  >Foreldraráð-Leiðbeiningar<
  • Gylfi Guðmundsson GSM: 6602424 -Póstur
  • Alda Gunnarsdóttir GSM:8997559 -Póstur

 Tengiliðir Barna og Unglingaráðs ÍR Handbolta við 4. flokk tímabilið 2012/2013.

 












Aðalsteinn Jóhannsson | sími 8255747 |  Póstur

No comments:

Post a Comment