Sunday, January 6, 2013

Ferð til Húsavíkur og Akureyrar

Sæl öll.

  Lagt var af stað frá íR heimilinu kl 15 á fōstudaginn. Sjō tímum síðar vorum við mættir til Húsavíkur og gistum í íþróttahúsinu þar. Þá var Óli orðinn veikur, ældi alla nóttina og gat að sjálfsōgðu ekki tekið þátt í leiknum.  Strákarnir unnu leikinn fyrir Óla og stóðu sig allir með prýði, lokastaða 27-18.
  Á laugardeginum vorum við komnir til Akureyrar uppúr kl 16.  Nokkrir skruppu í laugina og aðrir hōfðu það náðust á meðan.  Pizzaveisla a la Greifinn um kvöldið.
  Leiknum við KA var flýtt til kl.10 á sunnudeginum sem allir voru mjög sáttir við nema kannski þeir sem ekki höfðu hugsað sér að fara í svefn á skikkanlegum tíma.
  Enn fækkaði í hópnum því Bjarki var líka orðinn veikur og voru hann og Óli sendir heim með morgunfluginu. Þá hafði Toggi tognað illa á ökkla og var ekki leikfær.  Leikurinn fór ekki vel af stað hjá okkur og eftir um korter vorum við komnir 9 mörkum undir en með seiglu komu strákarnir til baka og máttu sætta sig við tap 21-18.
  Nú er það bara rútan heim og er áætluð heimkoma um kl. 18

Kveðja
Þjálfari og fararstjórar

1 comment:

  1. Úff ef ég hefði vitað af þessu hefði ég kíkt í höllina, var á Húsavík á laugardeginum.. dem... en flott að vinna Húsvíkingana hehe....

    Kveðja Sverrir á Costa del Kópasker.

    ReplyDelete