Sæl verið þið.
Eins og fram kom í póstinum í gærkvöldi þá lofuðum við að senda ykkur frekari upplýsingar um Partille Cup. Rétt er að taka fram að hér er um að ræða gögn sem við höfum viðað að okkur héðan og þaðan og sett saman svo það nýtist okkur. Látið ykkur því ekki bregða þó svo að áþekk gögn komi til með að vera sýnd að einhverju leiti á fundinum þann 2. Maí í ÍR heimilinu J
Engu að síður þá eru þarna líka gögn sem einungis eiga við okkar hóp. Þar ber að nefna ferðatilhögun, fjárhagsupplýsingar, fararstjóra og fleira. Varðandi fjarhagsupplýsingar þá höfum við leitast við að finna leiðir til að lækka kostnað fyrir strákana sem kostur er. Það hefur borið árangur eins og fram kemur í skjalinu. Sláum þó þann varnagla að þetta er áætlun. Engu að síður þá er ekkert í dag sem bendir til annars en að þetta standist.
Vona að þessi „upplýsingapakki“ komi að einhverjum notum og flest sem í honum er standist skoðun.
Bolir/peysa, þ.e. fatamálin eru í raun það eina sem út af stendur. Það skýrist á næstunni.
Minnum svo á að gera upp við Úrval Útsýn í síðasta lagi á föstudaginn og þá er okkur allir vegir færir.
Ef að þið hafið ábendingar eða spurningar hvetjum við ykkur eindregið til að láta frá ykkur heyra.
Bestu kveðjur,
Guðmundur og Alda.
No comments:
Post a Comment