Skráðu netfangið þitt hér hægra megin á síðunni! Þannig færðu tilkynningar hér á bloggsíðunni sendar í netpósti.
Sunday, May 26, 2013
35 dagar í Partille Cup
Í gegnum tíðina hefur alltaf verið mikið af íslenskum liðum sem fara á þetta mót og sumarið 2011 var Ísland með um 450 keppendur, eða fimmta fjölmennasta þjóðin á mótinu það ár. Fimm íslensk lið komust alla leið í 16 liða úrslitin og HK-drengir, fæddir 1998 gerðu betur og sigruðu mótið.
Í ár fara í kringum 590 keppendur frá Íslandi og er upplifunin mjög skemmtileg fyrir krakkana. Mótið er gríðarlega stórt umfangs og leikið er á gervigrasvöllum í Gautaborg.
Í bland við handboltann eru haldin böll og ýmislegt gert til skemmtunar. Glæsileg opnunarhátíð fer ávallt fram í hinni glæsilegu Scandinavium höll sem tekur um 15.000 manns í sæti. Þá fara öll liðin í Lisberg, sem er stærsti skemmtigarður Norður-Evrópu.
Hér að neðan má svo lesa nokkrar staðreyndir um mótið:
-Keppt er á yfir 60 völlum.
-Yfir 19.000 þátttakendur ár hvert frá yfir 50 þjóðum.
-Fleiri en 1000 lið.
-Um 270 dómarar.
-Yfir 4000 leikir (úrslitaleikirnir fara fram í hinni glæsilegu höll, Scandinavium).
-Yfir 3000 farastjórar og þjálfarar.
Hér að neðan má sjá opinbert myndband mótsins:
Hér að neðan má sjá myndbönd frá opnunarhátíðinni 2012:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment