Wednesday, June 26, 2013

Partille Cup vikan - Dæmi um það sem Gautaborg býður upp á



Liseberg - einn af stærstu skemmtigörðum Evrópu er í hjarta Gautaborgar. Frír aðgangur að garðinum fylgir þátttakendakorti í Partille Cup. Ath að greiða þarf sérstaklega í tækin.

Skara Sommarland er fjölskyldu-og skemmtigarður í 1 ½ klst. aksturs fjarlægð frá Gautaborg og verður dagsferð þangað á þriðjudeginum. Íslensku þátttakendurnir fá frían aðgang að garðinum

Slottskogen er skemmtilegur útivistargarður í miðri Gautaborg. Í honum er ma. að finna húsdýragarð og pöddusafn! Þar er einnig hægt að fara í sólbað eða leika sér ef vill.

Delsjön er útivistarsvæði skammt frá miðborginni þar sem hægt er að leigja kanó, taka með sér nesti og róa út í hólma þar sem hægt er að grilla og fara í sólbað. Einnig er hægt að fara í skemmtilega göngutúra, busla í vatninu eða tína ber... allt eftir smekk!

Näset er frábær baðströnd í góðu veðri! 􀀀

Náttúruminjasafnið sem er mjög þekkt og frábært að heimsækja. Hefur verið í Gautaborg frá 1833!
Þar er m.a. hægt að sjá beinagrind af Búrhval (í fullri stærð!) og uppstoppaðan fíl... mmhhmm jú í fullri  stærð! Besta er að fyrir 25 ára og yngri kostar ekkert inn! 40.- SEK fyrir fullorðna. Sami miði gildir einnig í 4 önnur söfn!

Bergsjön er vatn í útjaðri borgarinnar og eru útivistarmöguleikarnir endalausir!

Volvo verksmiðjan er þess virði að heimsækja fyrir bílaáhugafólk. Er staðsett á Hissingen og þangað er einfalt að komast með strætó.

Träggårdsföreningen var nýlega útnefndur fallegasti almenningsgarður Svíþjóðar 2009. Þar er td. eitt stærsta fiðrildasafn lifandi fiðrilda á Norðurlöndum.

Valhalla badet. Stór sundhöll í miðborginni.

Bunkeberget – area 51. Einskonar félagsmiðstöð inni í fjalli. fv. aðstaða hersins, núna frábær
skatepark.

Nordstan Ein af stærstu verslunarmiðstöðvum Norðurlanda (180 verslanir!).

Félagsmiðstöðvar og fótboltavellir eru um alla borg.

Paddan eru bátar sem sigla um skurðina í Gautaborg, niður á höfn og sýna aðra hlið á Gautaborg en venjulega sést.

Läppstiftet er útsýnisturn sem er vel þess virði að heimsækja til að sjá borgina alla!

 

No comments:

Post a Comment